Fréttasafn

24.1.2018
Bóndadagsfjör verður í safnaðarsal kirkjunnar miðvikudaginn 24. Kótilettur á gamla mátann, kaffi og gúmmelaði á eftir, söngur, harmonikkuleikur, gleði og gaman. Maturinn byrjar kl 12:30 og það kostar 1000 kr.  Skráning er hjá Hólmfríði djákna í síma 553-8500 eða holmfridur@kirkja.is. Hægt er að skrá sig fram á þriðjudaginn 23. janúar.
17.1.2018
Félagsstarf eldriborgara er á miðvikudögum kl 13 - 16. Spil, handavinna, spjall og sóknarprestur er með hugleiðingu og bæn. Kaffið góða á sínum stað. Á miðvikudaginn 17. jan verður fjallað um bækurnar sem við erum að lesa. Hólmfríður djákni sér um stundina. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
15.1.2018
Prjónakaffi mánudaginn 15. Janúar kl 20:00. Kaffi og kruðerí. Hlökkum til að sjá ykkur.
10.1.2018
Við getum bætt við röddum í báða Barnakórana, Barnakór yngri er fyrir 5 - 7 ára gömul börn og Barnakór eldri fyrir 8 ára og uppúr.
10.1.2018
Félagsstarfið byrjar aftur miðvikudaginn 10. janúar kl 13:00. Spil,handavinna, framhaldssaga. Sóknarprestur verður með hugvekju og bæn. Hólmfríður djákni sér um stundina og kaffið verður á sínum stað. Hlökkum til að sjá ykkurs sem flest.
2.1.2018
Bústaðakirkja 7. janúar 2018   Góður staður til að byrja árið og strengja heit.   Barnamessa kl. 11:00 Stund fyrir alla fjölskylduna. Söngur, gleði, fræðsla. Ragnar Bjarni, Hreiðar Örn, Antonia og Pálmi     Guðsþjónusta kl. 14:00   Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Antoniu Hevesi
28.12.2017
28. desember. Jólatrésskemmtun barnanna kl. 16.00 Sveinki og félagar koma í heimsókn. Hressing og smákökur.
28.12.2017
    31. desember, gamlársdagur Aftansöngur kl. 18:00 Einsöngvari Edda Austmann sópran. Kammerkór Bústaðakirkju, Antonia Hevesi og sr. Pálmi.   1. janúar, nýársdagur Gospel hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

Pages