Fréttasafn

20.6.2017
BÚSTAÐAKIRKJA MESSA 25. JÚNÍ 2017 KL. 11:00   Á Jónsmessunni höfum við létta og sumarlega samveru með nýjum lögum og óhefðbundnu messuformi   Helga Vilborg og félagar úr Kór Bústaðakirkju Messuþjónar aðstoða. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Heitt á könnunni eftir messu.          
14.6.2017
Guðsþjónusta sunnudaginn 18. júní kl. 11:00 Kór Bústaðakirkju og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir. Messuþjónar aðstoða. Ræðuefni: Er 17. júní fyrir þig? Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Heitt á könnunni eftir messu.
7.6.2017
SHIP O HOJ sjómannamessa í Bústaðakirkju á sjómannadaginn kl. 11:00   Ragnar Bjarnason syngur sjómannalög ásamt kór Bústaðakirkju. Tónlistarflutning annast Jónas Þórir  organisti, Lawrence Wheeler lágfiðluleikari og Erik Wheeler sellóleikari. Minnst látinna sjómanna. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Heitt á könnunni eftir messu
4.6.2017
Hátíðarmessa kl 11:00, séra Kristín Pálsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Bústaðakirkju sjá um sönginn undir stjórn Jónasar Þóris kantors.  Molasopi eftir messuna í safnaðarsal og allir eru hjartanlega velkomnir. Bústaðakirkja.
29.5.2017
Félagsstarf aldraðra og prjónakaffið er nú komið í sumarfrí, við byrjum aftur á fullu í september.  Messutími  sumarsins er kl 11.00 á sunnudögum í sumar og kirkjan er opin á virkum dögum frá kl 9:30-15:30. Starfsfólk Bústaðakirkju.
25.5.2017
Messa kl 14:00 Uppstigningadag. Séra Kristín Pálsdóttir predikar og Hólmfríður djákni ásamt Krístínu þjóna fyrir altari. Glæður kór Kvenfélags Bústaðasóknar syngja undir stjórn Ástu Haraldsdóttur.  Kaffihlaðborð í boði kirkjunnar á eftir og handavinnusýning í safnaðarsal. Allir hjartanlega velkomnir.    
21.5.2017
Almenn messa kl  11:00, séra Kristín Pálsdóttir þjónar fyrir altari og félagar úr kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Eitt barn verður fermt í messunni og allir eru hjartanlega velkomnir. Molasopi í kapellu eftir messuna. Sóknarprestur.
15.5.2017
Kæru prjónarar þá er það vorferðin okkar í prjónakaffinu. við förum til Grindavíkur, brottför héðan frá kirkjunni 18:30. við förum beint í súpu og salat á stað sem heitir "hjá Höllu" og síðan í Gallery spuna að skoða og prjóna. Það kostar 2000 kr í rútuna sem þið greiðið mér í rútunni og síðan kostar maturinn 2250 kr.sem þið greiðið á staðnum.
14.5.2017
Almenn Guðsþjónusta kl 11:00, séra Kristín Pálsdóttir þjónar fyrir altari og predikar. Jónas Þórir kantor og félagar úr kór Bústaðakirkju sjá um tónlistina, messuþjónar aðstoða og molasopi verður í safnaðarsal á eftir. Nú hefur messutíminn færst til kl 11:00 og verður þannig í sumar. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
11.5.2017
Boðaðað er til safnaðarfundar 11. maí kl 18:15 í safnaðarheimili kirkjunnar. Á dagskrá fundarins er kjósa kjörnefnd, en kjörnefndarmenn hafa kosningarétt í vígslubiskupskjöri sem fram fer í sumar. Sóknarnefnd Bústaðakirkju

Pages