Barnakór og stúlknakór

11.1.2019

Barnakór og Stúlknakór Bústaðakirkju geta bætt við sig söngelskum börnum á vorönninni
Barnakór æfir á miðvikudögum kl. 16 – 16:45 og er fyrir börn á aldrinum 5 -7 ára
Stúlknakór æfir á miðvikudögum kl. 17:10 – 18:10 og er fyrir stúlkur frá 3. bekk og upp úr
Börnin fá tilsögn í eðlilegri raddbeitingu og söng, ásamt túlkun og oft dans og hreyfingu við lögin.
Kórarnir koma tvisvar fram á önninni auk vortónleika í lok annar. Stúlknakórinn mun ljúka önninni með dagsferð út á land þar sem kórinn mun kom fram og gera ýmislegt annað til skemmtunar.
Kórstjóri er Svava Kristín Ingólfsdóttir og undirleikari er Jónas Þórir organisti kirkjunnar
Nánari upplýsingar á netfanginu svavaki@simnet.is og í síma 867 7882