Barnakórara Bústaðakirkju

10.1.2018

Við getum bætt við röddum í báða Barnakórana, Barnakór yngri er fyrir 5 - 7 ára gömul börn og Barnakór eldri fyrir 8 ára og uppúr.

Þau fá góða raddþjálfun, tækifæri til að koma fram, syngja fjölbreytt lagaval sem og einsöng. Kórarnir hafa flutt söngleiki, komið fram í sjónvarpi, sungið á stórtónleikum og komið nokkrum sinnum fram á jólatónleikum í Kringlunni. Margt spennandi framunadan
Kóræfingar byrja aftur miðvikudaginn 10. janúar. Barnakór eldri æfir kl. 15 - 16 og Barnakór yngri kl. 16:15 - 17 á miðvikudögum