Bleikur október

10.10.2018

Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju stíga á stokk. Marteinn Snævarr Sigurðsson, Una Dóra Þorbjörnsdóttir og Ísabella Leifsdóttir syngja. Jónas Þórir kantor kirkjunnar spilar undir. Tónleikarnir hefjast kl 12:05 og á eftir getur fólk fengið sér súpu í safnaðarsal kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir, það er enginn aðgangseyrir á tónleikana og frjáls framlög fyrir súpuna. Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Bústaðakirkju