Bleikur október í Bústaðakirkju

24.9.2017

Bleikur október í Bústaðakirkju

 Sunnudagur 1. október

Barnamessa kl. 11.

Messa kl. 14 með þátttöku Bolvíkinga.

Gestir frá Tónskóla Eddu Borg. Herdís Ágústa og Ingibjörg Ragnheiður Kristjánsdætur Linnet leika á trompet og á píanó og Jóhanna Guðríður Linnet sópran syngur einsöng. Prestur sr. Pálmi Matthíasson

 

Miðvikudagur 4. október.Hádegistónleikar kl. 12.10.

Kristín Sigtryggsdóttir,  Svanlaug Jóhannsdóttir og Hannes Þórður Þorvaldsson syngja. Suðræn sveifla og m.a. lög Guðrúnar Á Símonardóttur. Jónas Þórir við píanóið.

Súpa í safnaðarheimili eftir tónleikana.

 

Sunnudagur 8. október.

Listahátíð barnanna í Bústaðakirkju –  kl. 11 til kl. 14.  Barnakórar syngja og börn spila á hljóðfæri. Föndur og leikir. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni leiðir samveruna með Hreiðari Erni.

Hádegissnarl. Engin messa kl. 14.

 

Þriðjudagur 10. október. Styrktartónleikar„Þú getur“ á alþjóða- geðheilbrigðisdeginum. Karlakór Kópavogs og Garðar Cortez.

 

Miðvikudagur 11. október – Hádegistónleikar kl. 12:10

“Í bleiku með Streisand ”. Edda Austmann syngur lög úr smiðju Barböru Streisand. Píanó Jónas Þórir.

Súpa í safnaðarheimili eftir tónleikana.

 

Sunnudagur 15. október

Barnamessa kl. 11.

Jassmessa kl. 14 með þátttöku Súgfirðinga. Hljóðfæraleikararnir Sigurður Flosaons saxfónleikari og Gunnar Kv. Hrafnsson kontrabassaleikari leiða messuna ásamt kantor Jónasi Þóri og  Kammerkór Bústaðakirkju.

 

Miðvikudagur 18. októberHádegistónleikar kl. 12:10.

Söngvaskáldið og gítarleikarinn Chris Foster syngur og spilar  eigin lög og segir frá tilurð þeirra.

Súpa í safnaðarheimili eftir tónleikana.

 

 

 

Sunnudagur 22. október

Barnamessa kl. 11.

Óperumessa kl. 14. Söngvarar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja einsöng og tvísöng í óperukórverkum. Antonía Hevesí spilar á flygilinn.

 

Miðvikudagur 25. október – Hádegistónleikarkl. 12:10

Vinirnir Jóhann Friðgeir tenór og Jónas Þórir píanóleikari fara yfir víðan völl í lagavali.

Súpa í safnaðarheimili eftir tónleikana.

 

Sunnudagur 29. október

Barnamessa kl. 11.

Afríka og afrísk tónlist kl. 14. Helga Vilborg og Gospelkórinn leiða messuna. Jónas Þórir við píanóið. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni leiðir helgihaldið.