Hreiðar Örn hefur nú umsjón með sunnudagaskólanum.
Hreiðar Örn vann hér í Bústaðakirkju um árabil sem umsjónarmaður safnaðarstarfs. Þar sá hann meðal annars um barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar. Hreiðar starfar í dag sem framkvæmdastjóri Lágafellssóknar í Mosfellsbæ. Hreiðar hefur starfað með og fyrir börn og ungmenni all lengi (40 ár í ár).
Ragnar Bjarni starfar við hlið föður síns í sunnudagaskólanum.
Ragnar Bjarni var hér reglulegur gestur í kirkjunni, en hann fylgdi þá föður sínum í vinnuna (hann er sonur Hreiðars) Ragnar Bjarni hefur mikinn áhuga á íþróttum og þá sérstaklega golfi og F1. Ragnar Bjarni hefur verið leiðtogi í sunnudagaskólanum, TTT og æskulýðsstarfinu í Lágafellskirkju. Nú hefur hann fært sig um set og kominn heim eins og hann kallar það í Bústaðakirkju
Hann er á öðru ári í Fmos (framhaldskólinn í Mosfellsbæ) en þar er hann nú formaður nemendaráðs ásamt fleiru. Sem sagt félagsmálamaður mikill.