Félagsstarf eldriborgara

11.10.2017

Félagsstarfið byrjar kl 12:10 á morgun, hádegistónleikar í kirkjunni. Edda Austaman og Jónas Þórir flytja lög úr smiðju Barböru Streisand. Súpa og brauð á eftir í safnaðarsal, félagsstarfið heldur síðan áfram eins og vant er, spil, handavinna, sóknarprestur verður með hugvekju og bæn. Við fáum góðan gest í heimsókn, Sigga Dóra Matthíasdóttir Heilsuþjálfari kemur og kennir okkur mikilvægi góðrar hreyfingar. Kaffið góða á sínum stað, hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Hólmfríður djákni.