Félagsstarf eldriborgara

14.2.2018

Félagsstarfið er á miðvikudögum frá kl 13-16, spil,handavinna,spjall og söngur. Sóknarprestur er með hugvekju og bæn, kaffið góða á sínum stað. Næsta samvera ber uppá öskudag og þá ætlum við að gera okkur dagamun og mæta öll með skemmtilega hatta, hattadagur. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, stundin er í umsjá Hólmfríðar djákna.