Félagsstarf eldriborgara

14.11.2018

„Maturinn hennar mömmu“
Miðvikudaginn 14. nóvember
Samvera eldriborgara í Bústaðakirkju, safnaðarsal kl 12:30. Boðið verður uppá hádegisverð, fiskibollur með lauksmjöri, kartöflum og hrásalati. Kaffi og konfekt á eftir. Jónas Þórir organisti kemur og spilar undir borðhaldi og á eftir verður spilað Bingó.
Verð á matnum er 1500 kr. og hvert bingóspjald kostar 250 kr.
Skráning í matinn er hjá kirkjuverði í síma 5538500.