Félagsstarf eldriborgara á miðvikudaginn kl 13:00

6.12.2017

Á miðvikudaginn fáum við Guðmund Brynjólfsson djákna og rithöfund í heimsókn. Hann mun lesa upp úr bók sinni "Tímagarðurinn" sem kom út nú í haust. Jólaföndrið heldur áfram og að sjálfsögðu verður spilað og skrafað. Kaffið á sínum stað og sóknarprestur verður með hugleiðingu og bæn.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Starfsfólk Bústaðakirkju.