Kyndilmessa

27.1.2019

Sr. Kristján Valur fv. vígslubiskup segir okkur frá Kyndilmessu.

 

Kyndilmessa er í kirkjulífi samtímans að mestu gleymd hátíð. Upphaflegt tilefni hennar byggir á Móselögum. Með kyndilmessunni 40 dögum eftir jól lýkur hinum eiginlega jólatíma, og föstutími hefst. Kyndilmessunni tilheyrir sérstök ganga, skrúðganga eða helgiganga, – en helgigöngur eru líka að mestu gleymdur siður. Í göngunni er sungið og þar eru borin logandi ljós á brennandi kertum – eða kyndlum. Þessi logandi ljós eru táknmynd Krists, líkt og páskakertið sem borið er inn þegar páskahátíðin rennur upp, það eru tákn um hið sanna og lifandi ljós sem kom í heiminn á jólum. Þetta heilaga ljós bar María á armi sínum í musterið þar sem Simeon, snortinn af heilögum anda lofaði ljós heimsins til endurlausnar hans. Kyndilmessan og ljós hennar hvetja til þess að við mætum Jesú Kristi með ljósi hinnar góðu breytni – í musteri hans og um síðir í dýrð eilífðarinnar.

Frekari frásögn um kyndilmessu á þessum link.

 

https://www.youtube.com/watch?v=YUm8KumFLNg