Messa sunnudaginn 13. ágúst kl. 11:00

7.8.2017

Guðsþjónusta sunnudag 13. ágúst kl. 11:00

á 9. sunnudegi eftir þrenningarhátíð.

Fermd verður Andrea Sólveig Thierry-Mieg.

Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kantors.

Messuþjónar aðstoða og prestur er sr. Pálmi Matthíasson.

Molasopi og hressing eftir messu.

Allir hjartanlega velkomnir.

Það er gott að heilsa deginum og kíkja í kirkjuna sína, syngja Guði lof og þakka fyrir líf og yndi.

 

Lexía: Amos 5. kafli vers 14-15
Leitið hins góða en ekki hins illa,
þá munuð þér lifa
og þá verður Drottinn, Guð hersveitanna, með yður
eins og þér hafið sagt.
Hatið hið illa og elskið hið góða,
eflið réttinn í borgarhliðinu.
Þá má vera að Drottinn, Guð hersveitanna, miskunni sig yfir þá
sem eftir eru af ætt Jósefs.

 

Pistill: 2. Tímóteusarbréf  4. kafli vers 5-8
En ver þú algáður í öllu, þol illt, ger verk fagnaðarboða, fullna þjónustu þína. Nú er svo komið að mér verður fórnfært og tíminn er kominn að ég taki mig upp. Ég hef barist góðu baráttunni, hef fullnað skeiðið, hef varðveitt trúna. Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins sem Drottinn, hinn réttláti dómari, mun gefa mér á þeim degi. Og ekki einungis mér heldur og öllum sem þráð hafa endurkomu hans.

 

Guðspjall: Lúkas  12. kafli vers 42-48
Drottinn mælti: „Hver er sá trúi og hyggni ráðsmaður sem húsbóndinn setur yfir hjú sín að gefa þeim skammtinn á réttum tíma? Sæll er sá þjónn er húsbóndinn finnur breyta svo er hann kemur. Ég segi yður með sanni: Hann mun setja hann yfir allar eigur sínar. En ef sá þjónn segir í hjarta sínu: Það dregst að húsbóndi minn komi, og tekur að berja þjóna og þernur, eta og drekka og verða ölvaður, þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi er hann væntir ekki, á þeirri stundu er hann veit ekki, höggva hann og láta hann fá hlut með ótrúum.
Sá þjónn sem veit vilja húsbónda síns og hirðir ekki um að hlýða honum mun barinn mörg högg. En hinn sem veit ekki hvað húsbóndi hans vill en vinnur til refsingar mun barinn fá högg. Hver sem mikið er gefið verður mikils krafinn og af þeim verður meira heimtað sem meira er léð.