Rausnarleg gjöf

21.12.2016

 

 

Ásbjörn og Hólmfríður.

 

Kvenfélag Bústaðasóknar færði kirkjunni höfðinglega gjöf í tilefni 45 ára afmælis kirkjunnar. Kvenfélagið gaf 4 þráðlausa Shennheiser mikrafóna með tilheyrandi búnaði.

Þetta er mikil bót þar sem eldri búnaður var á tíðni sem nú er undir 4G farsímakerfinu og komið hefur fyrir að það slái saman við símkerfið og trufli hljóðkerfið í kirkjunni.

Kvenfélagskonum eru færðar einlægar þakkir fyrir þessa gjöf.

Á myndinni er formaður Kvenfélags Bústaðasóknar, Hólmfríður Ólafsdóttir að afhenda gjöfina og það er Ásbjörn Björnsson kirkjuhaldari sem veitir henni viðtöku.