Fréttasafn

13.9.2019
Fyrsta karlakaffi haustsins er á föstudagsmorgun 13.sept kl 10:00, góð morgun stund í kapellu við safnaðarsal. Hólmfríður djákni sér um stundina og býður upp á rjúkandi heitt kaffi og með því. Kynnt verður dagskrá vetrarins. Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Bústaðakirkju
11.9.2019
Félagsstarf eldriborgara hefst 11. september í safnaðarsal Bústaðakirkju kl 13:00. Spil, handavinna, hugleiðing og bæn. Sigurbjörg töfrar fram kræsingar í eldhúsinu og Jónas Þórir verður við píanóið. Hólmfríður djákni sér um stundina og kynnir starf vetrarins. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
4.9.2019
Kæru fermingarbörn   Takk fyrir frábæra samveru á námskeiðinu í ágúst og ekki síður hve mörg ykkar hafið verið dugleg að koma í messur eftir námskeiðið.     Nú breytist messutíminn í Bústaðakirkju frá og með næsta sunnudegi 8. september.  
26.8.2019
Kvöldmessa á ljúfum og léttum nótum sunnudag kl. 20:00 Jónas Þórir og félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn.
20.8.2019
Kvöldmessa á ljúfum og léttum nótum kl. 20:00 Antonia Hevesi og félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn.
18.8.2019
Létt og skemmtileg tónlist í flutningi félaga úr kór Bústaðakirkju undir stjórn Jónasar Þóris. Trompetleikur Gunnar Kristinn Óskarsson,  messuþjónar aðstoða.  sr. Pálmi Matthíasson og sr. María Ágústsdóttir þjóna fyrir altari. Fermingarbörn vetrarins í Fossvogsprestakalli eru sérstaklega boðin velkomin, fundur verður með fermingarbörnum og foreldrum þeirra eftir messuna.
11.8.2019
Kvöldmessa sunnudag kl. 20:00
8.8.2019
Kvöldmessa á ljúfum nótum sunnudag kl. 20:00 Félagar úr kór Bústaðakirkju leiða sönginn undir stjórn Jónasar Þóris. Messuþjónar og sr. Pálmi annast þjónustu. Hressing eftir messuna. Allir velkomnir
1.8.2019
  Það er ekki helgihald um næsti helgi, verslunarmannahelgina.

Pages