Fréttasafn

10.7.2019
Kvöldmessa sunnudaginn 14. júlí kl. 20:00   Fermdar verða Bryndís Eiríksdóttir og Sóldögg Móna Sveinbjörnsdóttir. Kór Bústaðakirkju syngur organisti Þórður Sigurðsson. Messuþjónar aðstoða. Prestur sr. Pálmi Matthíasson Allir velkomnir og hressing eftir messu.  
25.6.2019
Bústaðakirkja     Kvöldmessa sunnudag kl. 20:00 Notaleg samvera í tali og tónum með frjálslegu messuformi. Jónas Þórir og félagar úr Kór Bústaðakirkju. Messuþjónar og sr. Pálmi annast þjónustu. Kvöldhessing eftir messuna. Allir velkomnir         Annar sunnudagur eftir þrenningarhátíð.  
18.6.2019
Bústaðakirkja sunnudaginn 23. júní 2019   Jónsmessukvöld sunnudag kl. 20:00 Rómantísk tónlist og hugleiðing um ástina, kærleikann og lífið. Einsöngur Ísold Atla og Marteinn Sigurðsson. Jónas Þórir og félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða tónlistina. Messuþjónar aðstoða. Kvöldhressing eftir messu. Allir velkomnir.    
12.6.2019
16. júní sunnudagur messa kl. 11:00 Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn kantors Jónasar Þóris, einsöngvari Sæberg Sigurðsson. Messuþjónar annast þjónustu ásamt sr. Pálma. Heitt á könnunni eftir messu. Athugið að messan er  kl. 11 og er útvarpsmessa en annars eru messur í sumar kl. 20:00. Allir ætíð velkomnir.  
6.6.2019
9. júní hvítasunnudagur. Kvöldmessa kl . 20.00 Kvöldmessa með léttri og grípandi tónlist. Kór Bústaðakirkju syngur og Jónas Þórir er við hljóðfærið. Messuþjónar og sr. María Ágústsdóttir annast þjónustu. Allir velkomnir.  
31.5.2019
2. júní sjómannadagurinn. Kvöldmessa kl . 20.00 Kvöldmessa með léttri og grípandi tónlist. Kór Bústaðakirkju syngur, organsti Kristján Hrannar Pálsson. Messuþjónar og sr. Pálmi annast þjónustu. Allir velkomnir.  
29.5.2019
30. maí uppstigningardagur dagur eldri borgara. Messa kl. 14:00 Ræðumaður er Erna Indriðadóttir fréttamaður og ritstjóri Lifðu núna Kór Bústaðakirkju syngur, organisti er Kristján Hrannar Pálsson. Veislukaffi eftir messu. Messuþjónar og sr. Pálmi annast þjónustu. Allir velkomnir.  
26.5.2019
Guðsþjónusta kl. 11:00  Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir héraðsprestur messar. Félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris. Messuþjónar aðstoða. Heitt á könunni eftir stundina.  
22.5.2019
Gospelkór Árbæjar og Bústaðakirkju verður með vortónleikas sína í Búsaðakirkju kl 19:30 miðvikudaginn 22. maí. Kórinn syngur útrval laga undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur. Jónas Þórir og hljómsveit sjá um undirleik. Allir hjartnalega velkomnir. Verð 3000 kr
15.5.2019
Lagt verður af stað frá Bústaðakirkju kl 13:00. Farið verður á Eyrarbakka og hjónin Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún taka á móti okkur með fróðleik og söng, kaffi verður snætt þar. Þaðan verður haldið á Selfoss og kvenfataverslunin Lindin heimsótt. Síðasta stop er svo Heklusetrið Leirubakka þar sem við skoðum Heklusýninguna og fáum súpu og nýbakað brauð.

Pages