Fréttasafn

9.12.2019
Jólasöngvar og helgileikur kl 11:00 á sunnudaginn. Börn úr Fossvogsskóla flytja jólaguðspjallið í helgileik. Glaðleg og notaleg stund á aðventunni fyrir alla fjölskylduna. Daníel Ágúst djákni, Sóley og Pálmi. Jólasöngvar undir stjórn Jónasar Þóris. Hressing í safnaðarsal eftir messuna. Allir velkomnir. 
8.12.2019
Hugguleg og góða stund á aðventunni fyrir alla fjölskylduna. Daníel Ágúst djákni, Sóley og Pálmi. Jólasöngvar í bland við sunnudagaskólalögin sem Jónas þórir leiðir og spilar undir. Hressing í safnaðarsal eftir messuna. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. 
4.12.2019
Félagsstarf eldriborgara er á sínum stað á miðvikudaginn. Gestur okkar verður Málfríður Finnbogadóttir rithöfundur og les upp úr bókinni, " En tíminn skundaði burt..." saga Guðrúnar Lárusdóttur, alþingismanns og rithöfundar. Málfríður er með MA í menningarstjórnun og hefur í mörg ár sagt sögur kvenna
1.12.2019
Fjölskyldumessa kl 11:00 falleg stund fyrir alla fjölskylduna, Jónas Þórir við flygilinn, Pálmi, Daníel og Sóley sjá um stundina. Fyrsti sunnudagur í aðventu er afmæli Bústaðakirkju og verður boðið uppá vöfflur með rjóma eftir messuna í safnaðarsal.
20.11.2019
Það verður nóg um að vera í eldriborgarastarfinu á miðvikudaginn.  Föndur, avon kynning og minnst verður að 30 ár eru frá falli Berlínarmúrsins. Marie Luise von Halem, fyrrverandi þingkona í Brandenburg, talar á íslensku,  mun segja frá þegar að hún flutti frá Vestur þýskalandi til Austur þýskalands. Áhugaverð frásögn, hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
18.11.2019
Prjónakaffi í kvöld kl 20:00, gestur í kvöld verður Jóhanna Pétursdóttir frá Undur. En hún hannar og framleiðir silkislæður, túníkur, hálsbindi og fleira. Kaffiveitingar að hætti kvenfélagskvenna. Allir hjartanlegar velkomnir.
15.11.2019
Karlakaffið sem átti að vera þann 8. nóvember kl 10 frestast til föstudagsins 15. nóvember vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Nánar auglýst síðar
15.11.2019
Karlakaffi Í kapellunni við safnaðarsal. Morgunkaffi fyrir heldri karlmenn, föstudaginn 15. nóvember kl 10:00, umræður um kirkjujarðasamkomulagið og aðskilnað ríkis og kirkju. Heitt á könnunni og nýbakað kruðerí. Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Bústaðakirkju.
11.11.2019
Kvenfélagsfundur í kvöld mánudag kl 19:30. Skemmtifundur fyrir allar konur, Kristín Stefáns förðunarfræðingur kemur með  No name snyrtivörur og fatnað úr veslun hennar á Garðatorgi, hægt að gera góð kaup. Hún fræðir okkur um útlit o.s.frv. Veitingar að hætti kvenfélagskvenna. Hlökkum til aðsjá ykkur, stjórnin.

Pages