Fréttasafn

10.4.2019
Félagsstarf eldriborgara er á sínum stað kl 13:00-16:00, spila, handavinna og hugleiðing frá sóknarpresti. Spilað verður Bingó mill kl 14:00-15:00. Kaffið góða verður á sínum stað frá henni Sigurbjörgu. Hólmfríður djákni sér um stundina.
8.4.2019
Ferming pálmasunnudag kl. 10:30 og 13:00 Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn kantors Jónasar Þóris.
3.4.2019
Á miðvikudaginn kemur heil verslun í heimsókn, Magga frá Logy fatnaði kemur með það allra nýjasta í fatnaði og hægt verður að gera mjög góð kaup. Spilin, framhaldssagan, hugleiðing og kaffið góða verður allt á sínum stað. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Starfsfólk Bústaðakirkju
1.4.2019
Kirkjan er lokuð 1. maí, það er því ekkert félagsstarf eldriborgara þann dag. sjáumst 8. maí í pylsupartýi. Starfsfólk Bústaðakirkju
31.3.2019
Bústaðaprestakall Aðalsafnaðarfundur Bústaðasóknar verður haldinn sunnudaginn 31. mars  2019 og hefst með guðsþjónustu kl. 14.00 
31.3.2019
    Sunnudagur 31. mars 2019 - 4. sunnudagur í föstu. Sunnudagaskóli kl. 11:00 Fjölbreytt tónlist og fræðandi starf fyrir börnin. Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og Pálmi leiða samveruna. Foreldrar og afar og ömmur hvött til þátttöku með börnunum.  
27.3.2019
Félagsstarfið verður á sínum  stað á miðvikudaginn frá kl 13:00-16:00, lestur, spil og handavinna. Gestur okkar þennan miðvikudaginn verður Þórey Dögg Jónsdóttir framkvæmdarstjóri eldriborgararáðs Reykjavíurprófastdæmanna. Hún ætlar að segja okkur frá Katarinu frá Bora og kynna einnig sumardvöl á Löngumýri í Skagafirði.
24.3.2019
Barnastarf alla sunnudaga kl. 11:00 í Bústaðakirkju fyrir Grensás- og Bústaðasóknir    Fræðandi og glaðlegar samverustundir með söng og leik. Brúðuleikhús, ratleikir, spurningaleikur, bænir, söngur, tónlist, gestir. Umsjón Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og Pálmi Samvera fyrir alla fjölskylduna  
20.3.2019
Félagsstarfið verður á sínum stað á miðvikudaginn og hefst kl 13:00 í safnaðarsalnum, spil og spjall. Um kl 14:00 fáum við góða gesti frá eldriborgarastarfinu í Akraneskirkju og heldur þá stundin áfram inni í kirkju þar sem Jónas Þórir kantor og Jóhann Friðgeir Valdimarsson leika og syngja fyrir okkur og gesti. Kaffið góða frá henni Sigurbjörgu verður svo á eftir í safnaðarsalnum.

Pages