Fréttasafn

21.1.2019
Fyrsta prjónakaffi ársins hjá okkur í Bústaðakirkju á mánudagskvöld kl 20:00. Allir prjónarar og handavinnu snillingar hjartanlegar velkomnir. Heitt á könnunni og eitthvað til þess að maula með. Hlökkum til þess að sjá ykkur, starfsfólk Bústaðakirkju.
16.1.2019
Félagsstarfið er á sínum stað á miðvikudögum frá kl 13:00-16:00. Spil, handavinna og sóknarprestur verður með hugleiðingu og bæn. í þetta skiptið ætlum við að vera með bókaumfjöllun, hvað eruð þið að lesa? og fara yfir dagskrá vorannar. Kaffið góða og meðlætið kemur frá Sigurbjörgu í eldhúsinu eins og henni er einni lagið. Hólmfríður djákni stjórnar stundinni.
16.1.2019
Barnamessa kl. 11:00. Glaðleg og gefandi stund fyrir alla fjölskylduna. Daníel Ágúst, Sóley Adda og Pálmi leiða stundina.   Guðsþjónusta kl. 14:00 Félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn. Organisti er Antonia Hevesi, prestur sr. Pálmi Matthíasson. Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir messu.  
13.1.2019
Aðeins ein messa verður á sunnudaginn í Bústaðakirkju kl 11:00 og verður henni útvarpað á rás 1 í ríkisútvarpinu. Séra Pálmi Matthíasson og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni þjóna fyrir altari, séra Pálmi Matthíasson mun predika.
11.1.2019
Barnakór og Stúlknakór Bústaðakirkju geta bætt við sig söngelskum börnum á vorönninni Barnakór æfir á miðvikudögum kl. 16 – 16:45 og er fyrir börn á aldrinum 5 -7 ára Stúlknakór æfir á miðvikudögum kl. 17:10 – 18:10 og er fyrir stúlkur frá 3. bekk og upp úr Börnin fá tilsögn í eðlilegri raddbeitingu og söng, ásamt túlkun og oft dans og hreyfingu við lögin.
9.1.2019
samvera eldriborgara er á miðvikudögum frá kl 13:00-16:00. Góð samvera,spilað og skrafað, framhaldssaga, hugleiðing og bæn frá sóknarpresti og auðvitað kaffið góða frá Sigurbjörgu í eldhúsinu. Við hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Bústaðakirkju.
6.1.2019
Barnastarf og fjölskyldumessa sunnudaginn 6. janúar kl. 11:00 Við kveðjum jólin með einni messu kl. 11:00
27.12.2018
27. desember Jólatrésskemmtun barnanna kl. 16.00 Sveinki og félagar koma í heimsókn. Hressing og smákökur.
18.12.2018
BÚSTAÐAKIRKJA MESSUR UM JÓLA OG ÁRAMÓT   23. desember þorláksmessa Jólastund fjölskyldunnar kl. 11:00 Söngur, jólasögur og samvera fyrir alla fjölskylduna. Daníel Ágúst, Sóley, Jónas Þórir og sr.Pálmi.   24. desember aðfangadagur

Pages