Fréttasafn

24.10.2021
Á sunnudaginn 24. október verður sannköllu listahátíð barnanna. Við byrjum með sunnudagskólann kl 11:00, þar sem Sóley Adda, Katrín Eir og séra Þorvaldur stjórna ásamt Jónasi Þóri kantor kirkjunnar. Boðið verður upp á hádegissnarl og skemmtilegt föndur í safnaðarsal og síðan heldur Listahátíð barnanna áfram kl 13:00 þar koma fram ungir og upprennandi ásamt Jónasi Þóri.
20.10.2021
Á hádegistónleikum verða þau Gréta Hergils sópran, Matthías Stefánsson á fiðlu og Jónas Þórir á flyglinum. Þau munu flytja tónlist eftir Ennio Morricone, falleg og ljúfir tónar.
18.10.2021
Ljúf og góð samvera fyrir alla hressa prjónara, kaffiveitingar að hætti kvenfélagskvenna. Stundin er í umsjá Hólmfríðar djákna. Hlökkum til að sjá ykkur.
17.10.2021
Sóley, Kata, Eva Björk og Jónas Þórir taka á móti ykkur kl 11:00 í sunnudagskólanum. Falleg og skemmtilega samvera með börnunum. Kl 13:00 verður Guðsþjónusta sem að verður tileinkuð Jóni Múla Árnasyni sem hefði orðið 100 ára um þessar mundir.
13.10.2021
Bleikur október heldur áfram í Bústaðakirkju.
10.10.2021
Sunnudaginn 10. október 2021 Bleikur október í Bústaðakirkju 11:00 Barnamessa. Sóley Adda, Jónas Þórir og séra Eva Björk leiða stundina. 13:00 Bolvíkingamessa/Jazzmessa. Einsöngvarar úr Kammerkór Bústaðakirkju. Jass-tríó, Björn Thoroddsen á gítar, Gunnar Kv. Hrafnsson á bassa og Jónas Þórir á píanó.
8.10.2021
Karlakaffi, samvera heldri karla verður á föstudagsmorgun í kapellunni við safnaðarsalinn frá kl 10-11:30. Nýr sóknarprestur Þorvaldur Víðisson verður gestur hjá okkur. Hlökkum til að sjá ykkur. Stundin er í umsjá Hólmfríðar djákna. Heitt á könnunni og kruðerí.
6.10.2021
Jónas þórir kantor og Kolbeinn Jón Ketilsson tenór hefja leikinn á miðvkiudaginn kl 12.05 með tónleikum í kirkjunni. Þeir verða í fanta formi og við hlökkum mikið til. Boðið verður upp á súpu í safnaðrsal á eftir. Félagsstarf heldri borgara er svo í safnaðarsal á eftir og er til kl 16:00 með sínum föstu liðum. Séra Þorvaldur Víðisson nýr sóknarprestur verður gestur dagsins.
3.10.2021
  Barnamessa sunnudag kl. 11. Sóley Adda,  sr. Eva Björk taka á móti börnunum. Rebbi og Vaka mæta með kæti og  Jónas Þórir við hljóðfærið. Það verður líf og fjör, söngur og gleði!  Innsetning sr. Þorvaldar kl. 13:00.
1.10.2021
Messurnar verða með öðru sniði og hádegistónleikar á miðvikudögum kl 12:05. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá þar sem Jónas Þórir og ýmsir listamenn töfra fram fagra tóna. Fylgist vel með á heimsíðu og facbook síðu kirkjunnar. Við hlökkum til að taka á móti ykkur.

Pages