Fréttasafn

25.11.2021
Yndisleg stund kl. 11 fyrir jólabörn á öllum aldri. Við kveikjum á fyrsta kertinu á aðventukransinum, heyrum hugvekju um aðventuna, sjáum leikrit með Rebba og Mýslu og syngjum aðventu og jólalög. Jónas Þórir spilar á flygilinn, Sóley Adda, Kata og sr. Eva Björk þjóna.
24.11.2021
Félagsstarf eldriborgara
21.11.2021
Kvenfélags og prjónamessa á sunnudaginn kl. 13:00. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni predikar með henni þjónar sr. Eva Björk Valdimarsdóttir.
21.11.2021
Barnamessa kl 11:00 í dag sunnudag. Sóley, Katrín, Eva Björk og Jónas Þórir taka á móti ykkur í góðri fjölskyldustund. Hlökkum til að sjá ykkur.
17.11.2021
Félagsstarf eldriborgara fellur niður þessa viku vegna fjölda covid smita í samfélaginu. við vonumst til þess að hittast í næstu viku. bestu kveðjur til ykkar. Starfsfólk Fossvogsprestakalls.
15.11.2021
Við vonumst til þess að geta hitt ykkur í desember. Farið vel með ykkur og bestu kveðjur, starfsfólk Fossvogsprestakalls.
12.11.2021
Morgunkaffi fyrir heldri karlmenn, föstudaginn 12. nóvember kl 10:00. Gestur dagsins er séra Pálmi Matthíasson sem hefur nýlega látið af störfum í Fossvogsprestakalli. Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Bústaðakirkju.
10.11.2021
Opið hús frá kl 13:00 -16:00 á miðvikudögum, þann 10/11 Kemur Halldóra með Avon vörurnar og verður með kynningu og fullt af góðum jólatilboðum, ásamt öðru skemmtilegu.
8.11.2021
Opinn fundur kvenfélagsins er mánudagskvöldið 8. nóv kl 19:30. Kynninga á félaginu og léttar veitingar að hætti kvenfélagskvenna. Örn Árnason og Jónas Þórir kom og skemmta. það kostar 1500 kr inn á fundinn. Hlökkum til að sjá ykkur.
5.11.2021
Sunnudaginn 7. nóvember 2021 11:00 Barnamessa. Sóley Adda, Jónas Þórir, séra Þorvaldur og leiðtogar leiða stundina.  13:00 Guðsþjónusta. Minning látinna og ljósatendrun. Kammerkór Bústaðakirkju og einsöngvarar syngja undir stjórn Jónasar Þóris organista. Séra Þorvaldur Víðisson þjónar fyrir altari.

Pages