Aðventuhátíð kl. 20:00

28.11.2013

Aðventukvöld kl. 20:00 með fjölbreyttri tónlist,

 

Flytjendur eru Kór Bústaðakirkju, Kammerkór unglinga, Stúlknakór og Barna og englakór undir stjórn kantors Jónasar Þóris og Svövu Kristínar Ingólfsdóttur kórstjóra yngri kóranna.

Einnig syngur kór Kvenfélags Bústaðasóknar, Glæðurnar, stjórnandi þeirra er Ásta Haraldsdóttir.

Trompetleikari er Gunnar Óskarsson.

Ræðumaður er Anna Elísabet Ólafsdóttir aðstoðarrektor á Bifröst og áður forstöðumaður Lýðheilsustofnunar.

Formaður sóknarnefndar Árni Sigurjónsson flytur upphafsorð.

 

Í lok athafnarinnar tendrum við aðventuljósið frá altarinu og berum til hvers annars og göngum þannig í helgi og frið aðventunnar.