AÐVENTUSTUND BARNANNA

21.12.2020
Á heimasíðu Grensáskirkju má horfa á fjórðu aðventustund barnanna þar sem við loksins kveikjum á öllum kertunum á aðventukransinum  
Aðventustundar barnanna er hlýr, notalegur og já, jólalegur þáttur fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Í dag kveikjum við á fjórða kertinu á aðventukransinum, englakertinu. Fram koma meðal annars Barnakór Langholtskirkju sem syngja inn jólaskapið. Rebbi og Mýsla missa að sjálfsögðu ekki af því og mæta í heimsókn. Túlkur frá SHH túlkar alla þættina.
Aðventustund barnanna er samstarfsverkefni Áskirkju, Bústaðakirkju, Grensáskirkju, Hallgrímskirkju, Langholtskirkju, Laugarneskirkju, Neskirkju og Seltjarnarneskirkju og hvern sunnudag á þessari aðventu kemur nýr þáttur. Njótið vel og gleðilega aðventu! 
Hér má horfa á stundina