Akureyrarmessa

19.4.2013

 

 

Akureyringar, burtfluttir,  hafa undanfarin fimm ár  mætt til messu hjá séra Pálma Matthíassyni í Bústaðakirkju, sem er upphafsmaðurinn að þessu, átt þar góða stund með akureyrskum tónlistar og ræðumönnum.
 
Hefur verið gerður góður rómur að þessum messum og þarna hittast burtfluttir  sem alla jafna hittast ekki daglega og er þetta því kærkomið tækifæri að hittast og eiga góða stund saman.
 
Í ár verður messan 21 apríl kl 14.00. Ræðumaður dagsins er Dr. Stefán Einar Matthíasson æðaskurðlæknir og akureyskir prestar þjóna í messunni.
 
Fjölmargt tónlistarfólk kemur fram í messunni og í þeim hópi eru:  Unnur Helga Möller, Svanur Valgeirsson, Grímur Sigurðsson,  Ragnheiður Sara Grímsdóttir, Jóhann Björn Ævarsson, Jón Svavar Jósepsson, Sigurður Helgi Oddsson og organisti kirkjunnar kantor Jónas Þórir.
 
Akureyringar sjá um lestur og bænir í messunni, sem verður með léttu og glaðværu formi.
Eftir messu er boðið uppá Bragakaffi, Kristjáns punga, Lindukonfekt og MIX, allt til að minna á liðna tíð og kalla fram sögur og ævintýri að norðan.
 
Akureyringar búsettir á höfðuborgarsvæðinu eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti því allir eru hjartanlega velkomnir.