Auglýst eftir djákna í 50% starf í Bústaðakirkju

26.4.2013

 

Bústaðakirkja

Biskup Íslands auglýsir til umsóknar 50% stöðu djákna við Bústaðakirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Djákni starfar á grundvelli laga um stöðu stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 og skv. starfsreglum þjóðkirkjunnar um djákna nr. 738/1998.

Fyrirhugað er að verksvið djákna í Bústaðakirkju snúi einkum að fræðslu og kærleiksþjónustu auk þess að sinna æskulýðs- og tómstundastarfi safnaðarins í nánu samstarfi við sóknarprest og sóknarnefnd. Um nýtt starf er að ræða.

Leitað er að hæfileikaríkum og fjölhæfum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og býr yfir skipulags- og samstarfshæfileikum. Jafnframt er gerð krafa um að viðkomandi hafi til brunns að bera:

  • Djáknamenntun
  • Reynslu af safnaðarstarfi og starfi meðal eldri borgara
  • Reynslu af kærleiksþjónustu og tómstundakennslu
  • Þekkingu og áhuga á starfi og hlutverki kirkjunnar
  • Færni í mannlegum samskiptum og tengslavinnu, samviskusemi, þjónustuvilja og sveigjanleika

Gerð er krafa um fasta viðveru í Bústaðakirkju í samræmi við starfshlutfall og þarf viðkomandi að geta hafið störf fljótlega eftir að umsóknarferli lýkur.

Umsóknarfrestur rennur út 25. maí nk. Umsóknum skal skila rafrænt á netfang skjalavarðar biskupsstofu: ragnhildur.bragadottir@kirkjan.is, eða með bréfi stílað á Biskup Íslands, Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík.

Biskup mun kanna hvort umsækjendur uppfylli lögboðin skilyrði til starfsins. Að liðnum umsóknarfresti sendir biskup umsóknir ásamt umsögn sinni til sóknarnefndar sem ákveður, að höfðu lögboðnu samráði, hver skuli ráðinn og tilkynnir það prófasti.

Umsókninni skal fylgja eyðublað um öflun upplýsinga úr sakaskrá.

Frekari upplýsingar um starfið veitir sr. Pálmi Matthíasson sóknarprestur í Bústaðakirkju í síma 896-1111. Óskað er eftir því að nöfn og símanúmer a.m.k. tveggja meðmælenda fylgi með umsókninni. Öllum umsóknum verður svarað.

Vísað er til laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.