Barna og ungdómskór Fossvogs (Bústaðar og Grensásóknar)

18.9.2019

Barna- og Ungdómskór Fossvogs (Bústaðar- og Grensássókna) hefst miðvikudaginn 18. September í Bústaðarkirkju. Æfingar Barnakórs (5 - 8 ára/3. Bekk) verða á miðvikudögum frá 16.00-17.10. Æfingar Ungdómskórs (9-15 ára) verða á miðvikudögum frá 17.15 - 18.25. Kórstjóri er Þórdís Sævarsdóttir, en hún hefur starfað sem Tónmenntakennari, kórstjóri og söngkona síðan 2002. Æfingar verða í anda kórskóla og samanstanda af söng, æfingum, fræðslu og einnig brugðið á leik. Dagskrá haustannar samanstendur af messum, vinakóramóti með Domus Vox, þáttöku í fjölskyldutónleikum FAR Fest Afríka Reykjavík ásamt Domus Vox og fleiri skemmtilegum viðburðum. Skráning fer fram á: barnakorfossvogs@gmail.com Önnin kostar 10.000. Hægt er að nýta frístundastyrkinn