Barnakórarnir syngja á sunnudaginn

6.2.2014
Það verður gleði og gaman í barnamessunni kl. 11 í Bústaðakirkju. Við ætlum að fræðast um það hvað Jesús kennir okkur um samskiptin við aðra. Svo koma barna- og englakórinn í heimsókn og syngja fyrir okkur. Hún Svava Kristín stjórnar báðum kórunum. Bára, Daníel og sr. Árni Svanur leiða stundina og Jónas Þórir situr við flygilinn eins og endranær. Við höfum líka boðið krökkunum sem koma á foreldramorgnana í hverri viku að vera með okkur.
 
 
Klukkan fjórtán er sunnudagsguðsþjónustan. Sr. Árni Svanur prédikar og þjónar fyrir altari. Í prédikuninni ætlar hann að ræða um skröksögur í fortíð og samtíð. Messuþjónar lesa lestra og leiða bænagjörð. Jónas Þórir situr við orgelið og félagar úr kór Bústaðakirkju leiða sönginn. Molasopi eftir messu.
 
Verið öll velkomin til kirkju á sunnudaginn.