Barnamessa kl 11:00 og Innsetning nýs sóknarprests kl 13:00

3.10.2021

 

Barnamessa sunnudag kl. 11. Sóley Adda,  sr. Eva Björk taka á móti börnunum. Rebbi og Vaka mæta með kæti og  Jónas Þórir við hljóðfærið. Það verður líf og fjör, söngur og gleði! 

Innsetning sr. Þorvaldar kl. 13:00.

Sr. Þorvaldur Víðisson verður settur inn í embætti sóknarprests. Prófastur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir annast innsetningu og þjónar ásamt sr. Evu Björk Valdimarsdóttur, sr. Maríu Ágústsdóttur, sr. Þorvaldi og messuþjónum.

Kammerkór Bústaðakirkju og kantor Jónas Þórir töfra fram tónlist.

Eftir messu verður boðið upp á léttar veitingar. Komum saman og fögnum nýjum sóknarpresti. Allir velkomnir.