Bartímeus blindi og brýnustu verkefni kirkjunnar

23.1.2014
Á sunnudögum er mikið um að vera í Bústaðakirkju.
 
Klukkan ellefu er barnamessa. Þar fáum við að heyra söguna um Bartímeus blinda sem hitti Jesú og fékk sýn. Lítið barn verður borið til skírnar og þá er alltaf hátíð í kirkjunni. Bára, Daníel og sr. Árni Svanur leiða stundina og Jónas Þórir leikur af fingrum fram á flygilinn. Allir krakkar og vinir þeirra eru velkomnir.
 
Klukkan tvö er messa. Þar ætlar sr. Árni Svanur að ræða um það hver eru brýnustu verkefni kristins fólks og þar með kirkjunnar í dag. Hvað skiptir okkur mestu máli? Við ætlum líka að hafa altarisgöngu þennan sunnudag. Jónas Þórir situr við orgelið og félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn.