Breyttur messutími

16.9.2020

Guðsþjónustur, breyttur messutími, nú kl. 13:00

Í vetur verða messur kl. 13:00 og hefjast 20. september. Jónas Þórir leiðir Kammerkór Bústaðakirkju og einsöngvarar úr kórnum stíga á stokk. Messuþjónar og prestar Fossvogsprestakalls sinna þjónustu.

Nú verður boðið upp á hressingu fyrir messu, en ekki eftir messu eins og verið hefur. Þó verður bið á kaffisopanum meðan COVID varir.