Félagsstarf eldriborgara

15.9.2021

Félagsstarf eldriborgara

Opið hús frá kl 13-16. Boðið uppá göngutúr kl 12:30 frá safnaðarsal kirkjunnar. Prestur verður með hugleiðingu og bæn og kaffið góða frá Sigurbjörgu í eldhúsinu. Slökun, spil og handavinna. Hólmfríður djákni verður með erindi um íslensku sauðkindina. Hlökkum til að sjá ykkur. Haustferð félagsstarfsins verður 22. september, nánari upplýsingar gefur Hólmfríður djákni og tekur við skráningum.