Félagsstarf eldriborgara

11.9.2019

Félagsstarf eldriborgara hefst 11. september í safnaðarsal Bústaðakirkju kl 13:00. Spil, handavinna, hugleiðing og bæn. Sigurbjörg töfrar fram kræsingar í eldhúsinu og Jónas Þórir verður við píanóið. Hólmfríður djákni sér um stundina og kynnir starf vetrarins.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.