Félagsstarf eldriborgara

9.10.2019

 Hádegistónleikar í bleikum október kl 12:05 og súpa í safnaðarsal á eftir. Sigurbjörn Þorkelsson les eigin trúarljóð og Laufey Geirlaugsdóttir sópran flytur lög við undirleik Jónasar Þóris.  Félagsstarfið heldur svo áfram eftir hádegið, á morgun verður farið aftur í tímann, skoðaðar gamlar myndir og munir. Kaffið og meðlætið verður með gammeldags blæ. Stundin verður í umsjá Hólmfríðar djákna.