Félagsstarf eldriborgara

16.10.2019

Félagsstarf eldriborgara Bleikur október heldur áfram, tónleikar í hádeginu kl 12:05, þar sem Kammerkór Bústaðkirkju undir stjórn Jónasar Þóris minnist Atla Heimis Sveinssonar tónskálds. Þau flytja m.a.Máríuvers, kvæðið um fuglana og mörg önnur. súpa í safnaðarsal á eftir. Félagsstarfið heldur áfram  eftir hádegið og gestur okkar í dag er Þórey Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastdæmana. Kaffið á sínum stað og sóknarprestur verður með hugleiðingu og bæn. Allir hjartanlega velkomnir.