Félagsstarf eldriborgara

23.10.2019

Fjölbreytt dagskrá á miðvikudaginn i félagsstarfinu. Hádegistónleikar verða kl 12:05 þá verða sópranar í stuði, þær Edda Austmann, Gréta Hergils og Svava Ingólfsdóttir. Þær munu flytja allt frá klassík til popplaga við undirleik Jónasar Þóris kantors. súpa á eftir í safnaðarsal. Félagsstarfið heldur síðan áfram í safanaðarsal og gestur okkar á miðvikudaginn er Sigurlaug M. Jónasdóttir Þáttarstjórnandi á Rás 1 Ruv. Hún ætlar að segja okkur frá sér og starfi sínu. Kaffið verður á sínum stað ásamt hugleiðingu og bæn.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.