Félagsstarf eldriborgara

4.12.2019

Félagsstarf eldriborgara er á sínum stað á miðvikudaginn. Gestur okkar verður Málfríður Finnbogadóttir rithöfundur og les upp úr bókinni,

" En tíminn skundaði burt..." saga Guðrúnar Lárusdóttur, alþingismanns og rithöfundar. Málfríður er með MA í menningarstjórnun og hefur í mörg ár sagt sögur kvenna

og/eða sett upp sýningar tengdar sögu þeirra. Barnakór Fossvogsprestakalls mun einnig koma og syngja undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur. Kaffið á sínum stað ásamt hugleiðingu og bæn. Allir hjartanlega velkomnir.