Félagsstarf eldriborgara

12.2.2020

Félagsstarf aldraðra er á sínum stað á miðvikudögum, gestur dagsins er Stefán Halldórsson og verður hann með erindi um ættfræðigrúsk á netinu. Kaffið góða á sínum stað og prestur verður með hugleiðingu og bæn. Spilað, skrafað og lesin framhaldssaga. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.