Félagsstarf eldriborgara, haustferð

17.9.2014

Hauststarfið byrjar hjá okkur 17. september með hinni árlegu haustferð. skráning og nánari upplýsingar eru hjá Hólmfríði djákna. Skráning í ferðina er hafin í síma 553-8500 eða á netfangið holmfridur@kirkja.is  Bæklingur liggur frammi í kirkju með dagskrá haustsins, við erum á miðvikudögum frá kl 13-16. Við fáum góða gesti í heimsókn, njótum tónlistar og sóknarsprestur er með hugvekju og bæn. Við spilum og föndrum og Bogga töfrar fram gómsætar veitingar í eldhúsinu. Okkar mottó er að hafa gaman saman. Allir hjartanlega velkomnir