Félagsstarf eldriborgara miðvikudag 13-16

9.9.2020

Félagsstarfið verður á miðvikudaginn kl 13-16. Spilað, skrafað og unnin handavinna. "ferðumst innanlands" myndasýning Hólmfríðar djákna frá sumrinu. Kaffið góða verður á sínum stað og prestur verður með hugleiðingu og bæn. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, starfsfólk Fossvogsprestakalls.  Við bjóðum upp á bíla þjónustu, hægt er að hringja í kirkjuna á miðvikudagsmorgun og panta far. Bílamiðar fást hjá okkur í kirkjunni og kostar hver miði kr. 500.