Ferming 2015. Hér eru upplýsingar vegna fermingarstarfa veturinn 2014 og 2015 og form fyrir skráningu fermingarbarna. Mikilvægt er að vanda formið í skráningunni svo allar upplýsingar eigi greiðan aðgang á milli kirkjunnar og fjölskyldna.

16.5.2014

Hér er minnt á fermingarstarfið vegna ferminga vorið 2015.

 

 

Við ætlum við að fræðast saman um kirkjuna og trúna. Við ætlum að ræða saman um siðfræði, vináttu, ástina, lífið, umhverfi okkar og fáum góða gestafyrirlesara í heimsókn.

 

Námskeið verður 18. til 22. ágúst.

 

Messa 17. ágúst og fundur með foreldrum eftir messuna.

 

Í Bústaðakirkju, hvenær?

 

Námskeið 18. – 21. ágúst kl. 09 – 11:30

Námskeið 22. ágúst kl. 17 – 18:30

Námskeið í Vatnaskógi 22. – 23. sept.

Tímar í september 3. 10. 17. 24. sept.

Tímar í október 1. 8. 15. & 22. okt.

Tímar í nóvember 26. nóv.

Tímar í desember 3. & 10. des.

Tímar í mars 4. 11. & 18. mars

 

MIÐVIKUDAGSTÍMAR

Strákar á miðvikudögum kl. 15:30

Stelpur á miðvikudögum kl. 16:30

 

Sértímar gætu orðið á laugardögum kl. 11:00 ef einhverjir komast ekki á miðvikudögum.

Það yrði auglýst síðar.

 

Ferð í Vatnaskóg!

 

Í haust förum við í Vatnaskóg og dveljum þar í tvo daga. Farið verður í Vatnaskóg mánudaginn 22. september kl. 8:00 frá Bústaðakirkju og komið til baka að Bústaðakirkju um kaffileitið á þriðjudegi 23. september. Þetta verður allt auglýst betur síðar.

 

Bókin sem við notum!

 

Bókin heitir Con Dios og fæst í bókabúðum og Kirkjuhúsinu.

 

Einnig getið þið samið við fermingarbörn frá því á síðasta ári um not eða kaup á bókinni.

Mikilvægt er að eignast bókina strax, svo við getum verið samferða í tímunum.

Sérstaka verkefnabók fáið þið í fyrsta tímanum.

 

Messur í vetur!

 

Fermingarbörnin eiga að koma ekki sjaldnar en 7 sinnum í almenna guðsþjónustu kl. 14:00 og þau skrá sig við hverja messu. Foreldrar hvattir til að koma með þeim

Sjö sinnum er algjör lágmarks mæting.

Í messunum bið ég ykkur að taka tillit til annarra kirkjugesta og muna að þið eruð að koma á helgan stað.

 

 

Njótum þess að vera saman í kirkjunni

og hugleiða lífið og okkur sjálf.

Hver er ég og hvert ætla ég?

 

Fundur með foreldrum!

 

Í vetur verða tveir fundirmeð foreldrum fermingarbarna.

Fyrri fundurinnverður sunnudaginn 17. ágúst eftir messu kl. 11:00.

 

Mikilvægter að foreldrar komi á þessa fundi.

 

Seinni fundurinnverður miðvikudagskvöldið 18. mars kl. 20:00 og þá verður rætt um fermingarathöfnina og framkvæmd hennar.

 

 

Bústaðakirkja, kirkjan okkar!

 

Við, sem söfnuður, eigum saman kirkjuhúsið og safnaðarheimilið. Íbúar sóknarinnar, sem eru skráðir í þjóðkirkjuna, greiða til kirkjunnar sóknargjöld sem standa undir öllum rekstri hennar. Göngum því vel um kirkjuna okkar og hugsum um hana eins og okkar annað heimili.

 

 

Fermingardagar 2015

 

Fermingardagar verða sem hér segir:

 

Sunnudagur 22. mars

kl.  13:00

 

pálmasunnudagur 29. mars

kl. 10:30 og 13:00

 

annar páskadagur 6. apríl

kl. 10:30.

 

Fermingarbörn geta valið fermingardaga

eins og undanfarin ár. Tímasetningum fyrir

og eftir hádegi gæti þurft að raða eftir fjölda á hverjum degi.

 

 

Æfingar fyrir fermingar:

 

22. mars kl. 13:00 æfing 20.  mars kl. 17:30

 

29. mars kl. 10:30 æfing 27. mars kl.  16:30

 

29. mars kl. 13:30 æfing 27. mars kl. 17:30

 

 6. apríl kl. 10:30 æfing 4. apríl kl. 11:00

 

 

Heimasíðan og tölvupóstur!

 

Bústaðakirkja á heimasíðu

www.kirkja.is.

 

Þar viljum við reyna að hafa allar upplýsingar um starfið og ýmsa aðra þætti.

 

Myndir úr starfinu verða einnig á síðunni.

Tölvupóstur verður sendur til að minna á tíma og aðra viðburði.

 

Fermingarbörn sem búa erlendis verða í fermingarfræðslu á netinu. Nokkur þeirra munu koma inn í hópana hér heima síðustu dagana fyrir fermingar en önnur fermast næsta sumar.

 

VIÐ NOTUM TÖLVUPÓST Í SAMSKIPTUM

MIKILVÆGT AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA

 

 

Það stendur ekki utan á þér hvort þú trúir.

Trúin gerir okkur þakklát og hjálpar okkur að meta lífið.

Trúin gefur okkur færni í því að geta elskað, grátið og hlegið.

Gefur okkur kraft og þor til að fyrirgefa.

Að samgleðjast er hollara en að öfunda.

 

Skráning fer fram á heimasíðu kirkjunnar kirkja.is

Það sem þarf að koma fram er:

 

Fullt nafn fermingarbarns:

kt.:

skírnardagur:

netfang:

sími:

nafn móður:

sími:

netfang:

nafn föður:

sími:

netfang:

ósk um fermingardag: