FERMINGARFRÆÐSLA AÐ HEFJAST

17.8.2020
FRÆÐSLAN AÐ HEFJAST

Fyrsti áfangi fræðslunnar byrjar miðvikudaginn 19. ágúst kl. 09:00 í Bústaðakirkju.

Við verðum á miðvikudag 19. ágúst, fimmtudag 20. ágúst og föstudag 21. ágúst kl. 09:00 til 12:00.

Öll námsgögn verða í kirkjunni og við biðjum ykkur að hafa með ykkur nesti.

Vegna COVID takmarkana verðum við að fresta fundinum eftir messu sem áætlað var að halda 23. ágúst kl. 20:00.

Minnum á að það eru kvöldmessur í Bústaðakirkju á sunnudögum kl. 20:00 og morgunmessur í Grensáskirkju kl. 11:00.

Í vetur verða svo barnamessur kl. 11:00 í Bústaðakirkju og almennar messur kl. 11:00 í Grensáskirkju. Svo verða almennar messur í Bústaðakirkju kl. 13:00 á sunnudögum og það er nýr messutími í stað messutíma sem verið hefur kl. 14:00