Fermingarmessur næstu þrjá sunnudaga.

28.8.2020

Fermingarmessur verða í Bústaðakirkju næstu sunnudaga 30. ágúst, 6, september  kl. 10:00, 11:30 og 13:00 og 13. september kl. 10:00 og 12:00.

Vegna takmarkana á fjölda eru þessar messur ætlaðar fermingarbörnum og þeirra nánustu ættingjum en samkvæmt nýjustu fréttum verður rýmra þann 13. september og þá mega vera 200 manns og 1 meter milli manna.

Barnamessur hefjast svo 20. september kl. 11:00 og almennar messur verða í vetur kl. 13:00.