Fermingarstarf hefst 18. ágúst og við minnum á skráningu.

12.8.2021

Við minnum á fermingarfræðsluna sem hefst með námskeiði í Bústaðakirkju dagana 18.-20. ágúst, miðvikudag til föstudag. Mæting er kl. 9 alla dagana og mikilvægt að hafa með sér smá nesti. Dagskránni lýkur kl. 12. Námskeiðið er fyrir bæði þau sem fermast í Bústaðakirkju og Grensáskirkju.

Þau sem ætla að fermast vorið 2022 en eru ekki búin að skrá sig eruð hvött til að gera það sem fyrst, helst áður en námskeiðið hefst. 

Allar nánari upplýsingar er að finna í bæklingi sem við sendum út í vor og líka á heimasíðunum okkar, kirkja.is og grensaskirkja.is. Þar er líka hægt að skrá sig.

Áður auglýstur upplýsingafundur með foreldrum, sem átti að vera 22. ágúst, frestast þar til síðar.