Fjölskyldumessa á Æskulýðsdeginum

26.2.2014
Sunnudagurinn annar mars er er Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Í Bústaðakirkju er boðið til fjölskyldumessu klukkan ellefu. Þetta verður eina messa dagsins að þessu sinni og til hennar er boðið öllum börnum og unglingum í sókninni og svo öllum sem hafa einu sinni verið börn.
 
Við ætlum að syngja mikið, gleðjast saman og velta fyrir okkur hvað skiptir mestu máli í lífinu. Við verðum líka með öðruvísi altarisgöngu, með vínberjum og brauðhleifum. Svo kemur bangsi sem er með hjartað á réttum stað í heimsókn.
 
Barna og unglingakórarnir okkar koma fram í messunni undir stjórn hennar Svövu, Svavar Knút söngvaskáld verður líka með okkur og ætlar að syngja nokkur lög. Jónas Þórir verður við flygilinn.
 
Sr. Árni Svanur þjónar fyrir altari og prédikar ásamt Hólmfríði djákna. Messuþjónar og ungt fólk aðstoða við lestra og bænir. Molasopi í boði eftir messu.