Fjölskyldumessa á fyrsta sunnudegi í aðventu

25.11.2021

Yndisleg stund kl. 11 fyrir jólabörn á öllum aldri. Við kveikjum á fyrsta kertinu á aðventukransinum, heyrum hugvekju um aðventuna, sjáum leikrit með Rebba og Mýslu og syngjum aðventu og jólalög. Jónas Þórir spilar á flygilinn, Sóley Adda, Kata og sr. Eva Björk þjóna. Verið hjartanlega velkomin. Athugið að fyrirhugaðri afmælishátíð er frestað.