Fjölskyldumessa kl 11.00 og aðventuhátíð kl 20:00

1.12.2019

Fjölskyldumessa kl 11:00 falleg stund fyrir alla fjölskylduna, Jónas Þórir við flygilinn, Pálmi, Daníel og Sóley sjá um stundina. Fyrsti sunnudagur í aðventu er afmæli Bústaðakirkju og verður boðið uppá vöfflur með rjóma eftir messuna í safnaðarsal.

Aðventukvöld Bústaðakirkju verður haldið um kvöldið 1. desember kl. 20.00. Ræðumaður verður Fannar Sveinsson (Hraðfréttamaður). Allir kórar kirkjunnar koma fram en sérstaklega verður lögð áhersla á barna- og unglingakóra kirkjunnar undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttir. Kammerkór kirkjunnar og Gospelkór kirkjunnar koma líka fram og fjöldi einsöngvara úr röðum allra þessara kóra. Feðginin Jóhann Friðgeir Valdimarsson og dóttir hans Gígja 12 ára munu syngja saman lagið A million dreams úr myndinni The greatest showman. Flutt verða mörg lög úr smiðju Frostrósa, lög eins og Af álfum og Eldur í hjarta. Edda Austmann Hardardottir mun syngja hið fallega lag Himinganga eða Walking in the air. Hljómsveitin verður flott Una Sveinbjarnardóttir , Bjarni Sveinbjörnsson, Einari Valur, Örnólfur Kristjánsson og Jónas Þórir Þórisson. Þetta verður í bland hátíðleg og skemmtileg stund með ljósatendrun og Heims um ból undir lokin. Allir velkomnir í Bústaðakirkju.