Foreldramorgnar í Bústaðakirkju

3.9.2013

Foreldramorgnar

Nú styttist í að foreldramorgnar hefjist að nýju í kirkjunni eftir sumarfrí. Fyrsta stundin verður fimmtudaginn 5. september og verðum við áfram á fimmtudagsmorgnum frá kl. 10- 12. Allir foreldrar  og forráðamenn sem eru heima með ung börn eru hjartanlega velkomnir og hægt að mæta hvenæar sem er á þessum tíma. Í hvert skipti er stutt söngstund með börnunum og af og til er boðið upp á fræðslu eða kyningu á einhverju sem tengist ummönnun barna eða okkur sem foreldrum.

 

Hvar?

Í Bústaðakirkju            

Hvenær?

Á hverjum fimmtudagsmorgni frá kl. 10 – 12

Frjálst að koma hvenær sem er á þessum tíma – engin skilda að mæta á slaginu 10 J

Fyrir hverja?

Allar mömmur, pabba, afa ömmur, frændur, frænkur eða aðra sem eru heima með ung börn í sinni umsjón og vilja komast út og hitta aðra í sömu stöðu. Svo hafa litlu krílin svo ótrúlega gaman af því að vera saman líka. (með ungum börnum eigum við ekki bara við ungabörn, öll börn eru velkomin J)

Hvað gerum við?

-          Heitt á könnunni og eitthvað með því

-          Leikföng fyrir börnin

-          Söngstund með börnunum

-          Notaleg stemmning og spjall

-          Af og til koma gestir og eru með fræðslu eða kynningu á einhverju sem tengist börnum og ummönnun þeirra eða okkur sjálfum sem foreldrum

-          Dagskrá haustsins er enn í vinnslu en dagskráin í september og október verður sem hér segir:

-           

-          5. september

-          Opið hús kaffi og spjall

-           

-          12. september

-          Opið hús kaffi og spjall

-           

-          19. september

-          Krílasálmar

-          Guðný Einarsdóttir organisti og kórstjóri kemur í heimsókn og kynnir fyrir okkur Krílasálma og við fáum smjörþefinn af því hvernig einn tími fer fram

-           

-          26. sept

-          Opið hús kaffi og spjall

-           

-          3. október

-          Snyrtivörukynning frá Federico Mahora

-           

-          10. október

-          Pálínuboð

-          Í vetur ætum við að hafa svokallað Pálínuboð annan fimmtudag hvers mánaðar. Þa koma þau sem geta með eitthvað gott á sameiginlegt hlaðborð.

-           

-          17. október

-          Dagmar Valsdóttir eða Dagga og kynnir fyrir okkur fallegu smekkina sína og aðrar vörur sem hún sem hún framleiðir fyrir lítil kríli

-           

-          24. október

-          Opið hús kaffi og spjall

-           

-          31. október

-          Jól í skókassa

-          Mjöll Þórarinsdóttir sem verið hefur sjálfboðaliði við þetta verkefni í nokkur ár kemur og segir okkur frá ferð sinni til Úkraínu þar sem hún heimsótti m.a. heimili fyrir munaðarlaus börn og færði þeim jólagjafir frá börnum á Íslandi. Við fáum einnig leiðbeiningar um hvernig hægt er að taka þátt í þessu frábæra verkefni og gleðja með því börn sem annars fá engar gjafir.

-           

-          Foreldramorgnarnir eru með fésbókarhóp undir heitinu „Foreldramorgnar í Bústaðakirkju 2013- 2014“ Þar koma fréttir af því sem er að gerast jafnóðum

 

Umsjón með foreldramorgnunum hefur Helga Vilborg Sigurjónsdóttir tónmenntakennari

Nánari upplýsingar og dagskrá á heimasíðu Bústaðakirkju  www.kirkja.is

Við erum líka á Facebook  JForeldramorgnar í Bústaðakirkju