Foreldramorgnar, notaleg stund á fimmtudagsmorgun kl 10:00

5.12.2013

Á hverjum fimmtudagsmorgni í allan vetur eru foreldramorgnar í Bústaðakirkju milli kl. 10 og 12 Notalegt spjall, boðið upp á kaffi og meðlæti og söngstund með börnunum og af og til fáum við gesti í heimsókn með kynningar eða fræðslu um einhvað sem tengist ungum börnum og ummönnun þeirra. Nk. fimmtudag. Kemur Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni, kennari og þriggja barna móðir til okkar og ræði við okkur um það hvernig við getum gert aðventuna að innihldsríkum og góðum tíma með fjölskydunni í stað þess að láta stressið og áhyggjurnar yfirtaka allt. Ragnhildur kom á foreldramorgun í fyrra við mjög góðan orðstýr og því um að gera að láta þetta ekki framhjá sér fara. Húsið opnar kl. 10 en fræðslan hefst um kl. 10: 30 Allir hjartanlega velkomnir