Fossvogsprestakall um jól og áramót

20.12.2021

Aftansöngur á aðfangadag jóla kl. 18, bæði í Grensáskirkju og Bústaðakirkju

 

Dagskrá jólahelgihaldsins í Fossvogsprestakalli hefur tekið breytingum í ljósi nýrra reglna um samkomutakmarkanir.

 

Aftansöngur á aðfangadegi jóla kl. 18 mun fara fram í báðum kirkjum, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, eins og áður hefur verið auglýst. Framvísa þarf neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi við innganginn.

 

Aftansöngur í Bústaðakirkju á aðfangadegi jóla, 24. desember kl. 18:00

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar, séra Þorvaldur Víðisson og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni, þjóna fyrir altari, ásamt messuþjónum. Hópur úr Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris. Munið hraðprófin.

 

Aftansöngur í Grensáskirkju á aðfangadegi jóla, 24. desember kl. 18:00. 

Séra María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir þjónar ásamt messuþjónum, kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur. Munið hraðprófin.

 

Annað áður auglýst helgihald um jólin fellur niður. Í Bústaðakirkju fellur niður barnastund á aðfangadag, hátíðarguðsþjónusta á jóladag og dagur skírnarinnar á öðrum degi jóla. Í Grensáskirkju fellur niður miðnæturmessa á aðfangadag, jóladagsmessa og helgihald á öðrum degi jóla.

 

Samhliða helgihaldi í báðum kirkjum á aðfangadag, verður tekinn upp aftansöngur sem miðlað verður á heimasíðum og samfélagsmiðlum kirknanna.

 

Ákvörðun um helgihald á gamlársdegi og nýársdegi verður tekin milli jóla og nýárs.