Fundur kvenfélags Bústaðasóknar.

5.11.2013

Annar fundur þessa hausts verður haldinn 11. nóvember. Við fáum góða gesti í heimsókn. Tóta frá Gallery Tótu, kemur með fallegu ullarvörurnar sínar til sýnis og sölu. Einnig kemur til okkar formaður Bandalags Kvenna í Reykjavík hún Ingibjörg og ætlar að spjalla við okkur. Kaffiveitingar að hætti kvenfélagskvenna verða á sýnum stað. Nýjar konur sérstaklega boðnar velkomnar þetta kvöld. Stefnir í skemmtilega kvöldstund. Sjáumst.