Hátíð í skugga sorgar

10.12.2013

Samvera um sorg og sorgarviðbrögð.

Allir eru hjartanlega velkomnir fimmtudaginn 12. desember kl. 20:00, á samveru sem við nefnum; Hátíð í skugga sorgar.

Aðventan og jólin reynast mörgum þungur tími sem misst hafa ástvin. Á þessari samveru verður fjallað um þessa tilfinningu og leitast við að gefa styrk og leiðsögn í erfiðum sporum.

Umsjón hafa Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahúsprestur og sr. Pálmi Matthíasson.