Hjónabandið og bænin hans Jesú á sunnudaginn kemur

17.1.2014

Á sunnudaginn kemur verður mikið um að vera í Bústaðakirkju. 

 


11:00 Bænin hans Jesú í barnamessu

Klukkan ellefu er barnamessa þar sem Bára, Daníel og sr. Árni Svanur þjóna. Jónas Þórir leikur undir. Við ætlum að fræðast um bænina og fáum að heyra og læra bænina hans Jesú. Allir krakkar og vinir þeirra eru velkomnir.
 

14:00 Hjónabandið í sunnudagsguðsþjónustu

Klukkan tvö er sunnudagsguðsþjónusta með hefðbundnu sniði kl. 14. Sr. Árni Svanur þjónar. Guðspjall dagsins er sagan af brúðkaupinu í Kana sem er líklega frægasta brúðkaup sögunnar. Árni Svanur ætlar að ræða um hjónabandið í prédikuninni og tala um það sem einkennir gott hjónaband. Allir sem ætla að ganga í hjónaband á árinu eru boðnir sérstaklega velkomnir í guðsþjónustuna.
 
Messuþjónar lesa ritningarlestra og leiða bænagjörð. Jónas Þórir leikur undir og félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja. Molasopi og gott spjall er í boði eftir messu.