Hver sr. Eva Björk?

23.9.2019

Eva Björk Valdimarsdóttir er fædd og uppalin á Akureyri og er dóttir hjónana Soffíu Pálmadóttur og Valdimars Sigurgeirssonar. Hún er gift Ólafi Elínarsyni sviðsstjóra markaðsrannsókna hjá Gallup og eiga þau tvö börn. Hún hefur verið héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra undanfarin tvö ár en áður var hún prestur í Keflavíkurkirkju. Eva Björk er með B.A. próf í sálfræði frá Háskóla Íslands en útskrifaðist úr guðfræðideild Háskóla Íslands með Cand. Theol. próf árið 2013 hefur starfað á vettvangi kirkjunnar síðan, hún hefur verið virk í barna- og æskulýðsstarfi, verið framkvæmdastjóri Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar og formaður.