HVERFISRATLEIKUR

9.10.2020

Hverfisratleikur Garðbúa og Fossvogsprestakalls!

Skátafélagið Garðbúar og Fossvogsprestakall taka höndum saman og ætla að bjóða upp á skemmtilegan ratleik um helgina. Það eina sem þið þurfið að gera er að sækja appið "Goosechase" og finna leikinn "Ratleikur2020". Þar eru 100 fjölbreytt og fjörug verkefni sem henta vel einstaklingum og fjölskyldum. Kynnumst hverfinu, höfum gaman og gætum að sóttvörnunum.

Leikurinn hefst kl. 08.00 á föstudaginn og lokar kl. 20.00 á sunnudaginn.